Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um starfsemi Íbúðalánasjóðs afhent 2. júlí 2013 kl. 13 í Alþingishúsinu

2.7.2013

Fréttatilkynning 1. júlí 2013

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um starfsemi Íbúðalánasjóðs afhent 2. júlí kl. 13 í Alþingishúsinu

Fréttamannafundur 2. júlí kl. 14 í Oddfellowhúsinu

Afhending skýrslunnar

Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl., sem var skipuð í september 2011 á grundvelli þingsályktunar frá 17. desember 2010, afhendir forseta Alþingis skýrslu sína þriðjudaginn 2. júlí kl. 13 í efrideildarsalnum í Alþingishúsinu. Fulltrúum fjölmiðla er boðið að vera viðstaddir.

Opnað verður fyrir aðgang að skýrslunni á vef Alþingis (http://rna.althingi.is/) og verður vefútgáfan aðgengileg 2. júlí kl. 14. Vefútgáfa skýrslunnar er aðalútgáfa hennar.

Fréttamannafundur rannsóknarnefndar Alþingis

Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl. heldur fréttamannafund þriðjudaginn 2. júlí kl. 14 í Oddfellowhúsinu, Vonarstræti 10.   

Kynntar verða niðurstöður sjálfstæðrar, óháðrar rannsóknar nefndarinnar varðandi Íbúðalánasjóð og áhrif sem ákvarðanir um rekstur hans hafa haft eftir því sem þingsályktunin mælti fyrir um.

Almenn umræða á Alþingi um skýrsluna hefst svo á þingfundi næsta dag, miðvikudaginn 3. júlí.

Til baka Senda grein